Um okkur.

Ráðið eflir og viðheldur viðskiptatengslum milli Ameríku og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála. Það er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við hið opinbera. Ráðið er vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Ameríku og Íslands auk þess að flytja á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli Ameríku og Íslands.


AMIS skipuleggur fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni landanna tveggja og stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart amerískum og íslenskum yfirvöldum.

Í stjórn ráðsins sitja formaður og 7 stjórnarmenn sem kosnir skulu af aðalfundi til tveggja ára í senn á þann hátt að formaður og 3 stjórnarmenn skulu kjörnir annað árið en 4 stjórnarmenn hitt árið. Stjórnarsetan er persónubundin. Formaður Íslensk–ameríska viðskiptaráðsins (ISAM) situr í stjórn ráðsins og formaður AMIS í stjórn ISAM. Markmið þessa er að tengja saman ráðin, beggja vegna Atlantsála.

Stjórn.

Formaður: Birkir Hólm Guðnason, Samskip


Meðstjórnendur:

Ari Fenger, 1912

Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík

Birna Ósk Einarsdóttir, Icelandair

Margrét Sanders, Strategía

Pétur Þ. Óskarsson, Íslandsstofa

Ragnheiður Elín Árnadóttir, f.v. iðnaðarráðherra

Steinn Logi Björnsson, Bluebird